Árni Bjarnason , formaður Félags skipstjórnarmanna, er sjötugur í dag. Árni stundaði sjóinn í 33 ár sem háseti, stýrimaður og skipstjóri. Hann hóf ungur afskipti af kjaramálum skipstjórnarmanna samfara skipstjórnarstörfum.
Árni Bjarnason
, formaður Félags skipstjórnarmanna, er sjötugur í dag. Árni stundaði sjóinn í 33 ár sem háseti, stýrimaður og skipstjóri. Hann hóf ungur afskipti af kjaramálum skipstjórnarmanna samfara skipstjórnarstörfum. Hann varð formaður Skipstjóra- og stýrimannafélags Norðlendinga 1997, var kjörinn forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands 2001, stóð að stofnun Félags skipstjórnarmanna 2004 ásamt formönnum Öldunnar og Félags íslenskra skipstjórnarmanna og hefur verið formaður þess frá stofnun.
Árni er giftur Steinunni Sigurðardóttur og eiga þau þrjú börn, Sigurð Gáka, Heimi Örn og Rósu Maríu. Barnabörnin eru fimm.
Þau hjónin eru stödd erlendis en hyggjast halda upp á tímamótin næsta sumar með fjölskyldunni þegar betur stendur á.