Jara Hilmarsdóttir messósópran og Erna Vala Arnardóttir píanóleikari koma fram á hádegistónleikum undir hatti „Á ljúfum nótum“ í Fríkirkjunni við Tjörnina kl. 12.
Jara Hilmarsdóttir messósópran og Erna Vala Arnardóttir píanóleikari koma fram á hádegistónleikum undir hatti „Á ljúfum nótum“ í Fríkirkjunni við Tjörnina kl. 12. Munu þær flytja tónlist sem tengist margbreytileika myrkursins; valin ljóð úr Vetrarferðinni eftir Franz Schubert og A Charm of Lullabies eftir Benjamin Britten. Í tilkynningu segir að myrkur sé oftar en ekki sett í samhengi við eitthvað neikvætt en þegar betur sé að gáð megi einnig finna á því jákvæðar hliðar; svefn, ró og værð. Tónleikarnir standa yfir í um hálftíma.