„Byggjum fleiri íbúðir. Í mínum huga eru þetta lykilorð og stóra verkefnið sem stjórnmálamenn verða að leysa,“ segir Kristján Baldursson, löggiltur fasteignasali hjá Trausta. „Brjóta þarf lönd undir ný hverfi með sterkum innviðum.
„Byggjum fleiri íbúðir. Í mínum huga eru þetta lykilorð og stóra verkefnið sem stjórnmálamenn verða að leysa,“ segir Kristján Baldursson, löggiltur fasteignasali hjá Trausta. „Brjóta þarf lönd undir ný hverfi með sterkum innviðum. Í þeim orðum felst að strax frá byrjun sé hugsað fyrir þörfum væntanlegra íbúa með skólum, íþróttaaðstöðu og slíku. Séu þessir þættir í lagi má gera ráð fyrir að gott samfélag skapist að nokkru leyti af sjálfu sér. Öryggi í húsnæðismálum er eitt mikilvægasta mál hvers tíma. Síðustu árin hefur verið hörgull á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar sem tugir kaupenda hafa bitist um sömu íbúðina. Mikilvægt er að ná verðbólgunni betur niður og lækka vexti. Til að svo megi verða þarf rétt skilyrði á fasteignamarkaði og stóra málið þar er eins og ég sagði í upphafi; byggjum fleiri íbúðir.“