Breska pundið hækkaði um rúmt 1,05 prósent og stóð gengið í 1,0846 gagnvart bandaríkjadollar eftir að Englandsbanki keypti mikið magn ríkisskuldabréfa til að reyna að koma ró á peningamarkaði.
Breska pundið hækkaði um rúmt 1,05 prósent og stóð gengið í 1,0846 gagnvart bandaríkjadollar eftir að Englandsbanki keypti mikið magn ríkisskuldabréfa til að reyna að koma ró á peningamarkaði. „Dollarinn veiktist vegna aðgerða Englandsbanka og menn velta nú fyrir sér hvort aðrir seðlabankar fylgi í kjölfarið,“ sagði Fawad Razaqzada, markaðsfræðingur á City Index. Eftir að Liz Truss forsætisráðherra tilkynnti á mánudag um miklar skattalækkanir og aðgerðarpakka stjórnvalda féll pundið hratt og fór lægst niður í 1,035 á móti bandaríkjadal.