Eyjólfur Árni Rafnsson
Eyjólfur Árni Rafnsson
Ársfundur atvinnulífsins, sem haldinn er á vegum Samtaka atvinnulífsins (SA), fer fram í Borgarleikhúsinu í dag kl. 15:00. Fundurinn í ár ber yfirskriftina Fyrirtækin okkar í aðdraganda kjaraviðræðna .

Ársfundur atvinnulífsins, sem haldinn er á vegum Samtaka atvinnulífsins (SA), fer fram í Borgarleikhúsinu í dag kl. 15:00. Fundurinn í ár ber yfirskriftina Fyrirtækin okkar í aðdraganda kjaraviðræðna .

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar fundinn. Þá fjallar Ole Erik Almlid, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í Noregi (NHO) um kjarasamningslíkan Norðmanna. Auk þeirra munu Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri, einnig halda erindi. Loks heldur fjöldi atvinnurekenda stutt erindi í máli og myndum. Í auglýsingu fyrir fundinn kemur fram að hann verði snarpar 60 mínútur þar sem til standi að stilla saman strengi í aðdraganda kjaraviðræðna. Sem kunnugt er fara kjaraviðræður fram síðar í haust.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í streymi á mbl.is.