Tekjur Köru Connect námu í fyrra 107 milljónum króna og jukust um tæpar 36 milljónir króna á milli ára. Rekstrargjöld félagsins námu þó rúmum 125 milljónum króna og jukust um tæpar 48 milljónir króna á milli ára.

Tekjur Köru Connect námu í fyrra 107 milljónum króna og jukust um tæpar 36 milljónir króna á milli ára. Rekstrargjöld félagsins námu þó rúmum 125 milljónum króna og jukust um tæpar 48 milljónir króna á milli ára. Rekstrartap félagsins nam um 18,6 milljónum króna en heildartap eftir fjármagnsliði nam um þremur milljónum króna.

Eigið fé félagsins var í árslok um 240 milljónir króna. Tekjur félagsins hafa nú aukist fjögur ár í röð.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir er stærsti eigandi félagsins og fer með rúmlega 40% hlut í gegnum eigin félög. Þá hafa Crowberry og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins einnig fjárfest í félaginu og eiga samanlagt um 30% hlut.