Lúxus Viljum við fá „betur borgandi ferðamenn“?
Lúxus Viljum við fá „betur borgandi ferðamenn“?
Við trúum því að hér séu lífskjör jafnari en víðast annars staðar og að við lifum í þjóðfélagi án mikillar stéttaskiptingar. Einhverjir eru þó jafnari en aðrir og fá oft að heyra það óþvegið, sérstaklega á samfélagsmiðlum.

Við trúum því að hér séu lífskjör jafnari en víðast annars staðar og að við lifum í þjóðfélagi án mikillar stéttaskiptingar.

Einhverjir eru þó jafnari en aðrir og fá oft að heyra það óþvegið, sérstaklega á samfélagsmiðlum. Ekki fréttist þó mikið um óhóflega einkaneyslu þessara landa okkar og ef þeir skyldu borga ca. tvöföld meðalmánaðarlaun fyrir eina næturgistingu einhvers staðar, þótt með morgunverði væri, þætti það saga til næsta bæjar og ekki sæmandi í okkar jafnaðarlandi.

Hins vegar dreymir sumt athafnafólk hér um að laða einmitt slíkt fólk til landsins, „betur borgandi ferðamenn“ heitir það á fagmáli, og á sú gerð túrista að vera snöggtum eftirsóknarverðari en þessir venjulegu, sem notast við bílaleigubíla milli staða, eða jafnvel rútur, sem eru þá lægsta stig massatúrismans og varla lítandi á slíkan skítabissniss í alvöru.

En eigum við ekki samt að halda okkur við jörðina og taka á móti venjulegu fólki með venjulegar kröfur?

Það hæfir held ég okkar standi best.

Sunnlendingur.