— AFP/Angela Weiss
Írönsk yfirvöld voru sökuð um að myrða níu manns og slasa 32 í loftárásum á svæðum Kúrda í Írak í gær.

Írönsk yfirvöld voru sökuð um að myrða níu manns og slasa 32 í loftárásum á svæðum Kúrda í Írak í gær. Árásirnar koma í kjölfar tilrauna yfirvalda í Teheran til að þagga niður mótmælaöldu í landinu vegna dauða hinnar 22ja ára Mahsa Amini, sem lést í vörslu siðferðislögreglu landsins. Andlát hennar hefur vakið mikla reiði umheimsins. Fjölskylda Amini hefur lagt fram kæru á hendur lögreglunni og fer fram á ítarlega rannsókn. Stjórnvöld í Írak hafa boðað sendiherra Írans á fund vegna árásanna. Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna í Írak hefur fordæmt árásirnar og krefst þess að þeim verði hætt strax.

Á myndinni eru mótmælendur fyrir framan skrifstofur NY Times .