Vorblótið sívinsæla eftir Stravinskíj mun hljóma á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu í kvöld. Það verður kraftmikil lokahnykkur á dagskrá tónleikanna en fyrst hljóma verk þriggja íslenskra tónskálda.
Vorblótið sívinsæla eftir Stravinskíj mun hljóma á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu í kvöld. Það verður kraftmikil lokahnykkur á dagskrá tónleikanna en fyrst hljóma verk þriggja íslenskra tónskálda. Eftir Önnu Þorvaldsdóttur verður flutt verkið CATAMORPHOSIS en Anna er í hópi eftirtektarverðustu tónskálda samtímans og hafa verk hennar verið flutt af mögum þekktustu sinfóníuhljómsveitunum. Þá verður flutt glænýtt verk eftir Veronique Vöku, Gemæltan. Tónverk eftir hana hafa verið tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs og Íslensku tónlistarverðlaunanna. Þá flytur Sæunn Þorsteinsdóttir, staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2022-23, Bow to String eftir Daníel Bjarnason en hún pantaði verkið af honum á sínum tíma.