Hænsn lítur skemmtilega út en þetta - nsn er ekki sérlega þjált í munni. Það er eins og það liðkist aðeins ef i-i er bætt við: hænsni .
Hænsn lítur skemmtilega út en þetta - nsn er ekki sérlega þjált í munni. Það er eins og það liðkist aðeins ef i-i er bætt við: hænsni . En frá fornu hefur verið til rithátturinn hæns (reyndar líka hæsn ) og þeir sem hyggjast ræða ættbálkinn Galliformes og vilja sleppa við stafarununa - nsnf - geta óttalaust sagt hænsfuglar .