Óveður Íbúar byrgja glugga.
Óveður Íbúar byrgja glugga. — AFP/Roe Raedle
Í gær kl. 15:05 að staðartíma náði fellibylurinn Ian landi nálægt Fort Myers á vesturströnd Flórída, og er það nokkuð sunnar en gert hafði verið ráð fyrir í spám. Fellibylurinn hefur náð fjórða stigs styrkleika.
Í gær kl. 15:05 að staðartíma náði fellibylurinn Ian landi nálægt Fort Myers á vesturströnd Flórída, og er það nokkuð sunnar en gert hafði verið ráð fyrir í spám. Fellibylurinn hefur náð fjórða stigs styrkleika. Ef fram fer sem horfir má búast við hræðilegum afleiðingum í kjölfar stormsinsmeð úrhelli, flóðum, rafmagnsleysi og eyðileggingu. Ríkisstjórinn, Ron DeSantis, hefur gefið út tilskipun um rýmingu tuga svæða á strandlengjunni við Mexíkóflóa, þar sem milljónir manna búa. Tilkynnt hefur verið að björgunarsveitir verði ekki sendar á rýmingarsvæðin ef fólk fer ekki eftir tilmælum.