ASÍ Þingið heldur áframá næsta ári.
ASÍ Þingið heldur áframá næsta ári. — Morgunblaðið/Eggert
Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), telur það hafa verið rétta ákvörðun að fresta þingi sambandsins fram á næsta ár, enda hafi aðstæðurnar sem upp komu verið „fordæmalausar“.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), telur það hafa verið rétta ákvörðun að fresta þingi sambandsins fram á næsta ár, enda hafi aðstæðurnar sem upp komu verið „fordæmalausar“. Vonast hann til að sátt náist innan ASÍ fyrir næsta þing.

„Ég held að þetta hafi verið réttasta niðurstaðan á þessum tímapunkti við þessar aðstæður. Ég tel að við hefðum illa getað gert eitthvað annað,“ sagði Kristján Þórður í samtali við mbl.is í gær.

Greint var frá því um hádegisbil í gær að meirihluti þingfulltrúa hefði greitt atkvæði með því að fresta þinginu. Tillagan var borin upp í kjölfar uppákomu mánudagsins. 2