[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Lagkaka nefnist sýning sem teiknararnir og myndlistarkonurnar Linda Ólafsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir opna í Epal Galleríi á Laugavegi 7 í dag, fimmtudag, kl. 16. Á boðstólum verður úrval verka af vinnustofum Lindu og Lóu.
Lagkaka nefnist sýning sem teiknararnir og myndlistarkonurnar Linda Ólafsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir opna í Epal Galleríi á Laugavegi 7 í dag, fimmtudag, kl. 16. Á boðstólum verður úrval verka af vinnustofum Lindu og Lóu. Málverk, mæðradagsplattar og prent prýða veggi gallerísins og eru öll verkin til sölu. Sýningin stendur til 25. október og á tímabilinu verður starfræktur einstakur passamyndakassi þar sem gestir geta setið fyrir og keypt handteiknaðar portrettmyndir og á sama tíma látið gott af sér leiða því hluti af ágóðanum rennur til Stígamóta.