Hjólreiðakappar Þorvaldur Nói og Karl Ottó, hjólreiðamenn í MS.
Hjólreiðakappar Þorvaldur Nói og Karl Ottó, hjólreiðamenn í MS.
Góðgerðarvika stendur nú yfir í Menntaskólanum við Sund, MS. Safnað er áheitum til styrktar Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna. Ýmsar uppákomur fara fram í skólanum til að safna áheitum.

Góðgerðarvika stendur nú yfir í Menntaskólanum við Sund, MS. Safnað er áheitum til styrktar Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna.

Ýmsar uppákomur fara fram í skólanum til að safna áheitum. Ein þeirra var í gær, þegar nemendur úr stjórn skólafélagsins gerðu sér lítið fyrir og hjóluðu frá skólanum yfir Hellisheiðina til Hveragerðis og til baka. Alls eru þetta um 84 kílómetrar.

Hjólreiðakapparnir voru þeir Þorvaldur Nói Tobiasson Klose og Karl Ottó Olsen. Vel af sér vikið hjá þeim.

Ekki er of seint að heita á þá og styrkja Neistann um leið. Reikningur skólafélagsins er 0338-26-570489 og kt. er 570489-1199. Setja þarf með skýringuna „mission“.