Rannsóknaskipið Árni Friðriksson.
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson.
Stofnmæling botnfiska að haustlagi, svonefnt haustrall, hófst 1. október síðastliðinn og stendur yfir næstu vikurnar.

Stofnmæling botnfiska að haustlagi, svonefnt haustrall, hófst 1. október síðastliðinn og stendur yfir næstu vikurnar.

Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknastofnun taka tveir togarar, Breki VE og Múlaberg SI, þátt í verkefninu auk rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar.

Togað verður á rúmlega 370 stöðvum umhverfis landið og Árni Friðriksson hefur einnig varið tveimur sólarhringum á Dohrn-banka til þorskmerkinga.

Frá 1996

Verkefnið hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti ár hvert síðan 1996. Helsta markmið verkefnisins er að styrkja mat á stofnstærð helstu botnlægra nytjastofna á Íslandsmiðum sem stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum nær yfir og fer fram síðla vetrar á hverju ári. Mælingin er þó skipulögð með sérstakri áherslu á lífshætti og stofnstærð grálúðu og djúpkarfa og auk annarra djúpfiska.

Um borð í skipunum þremur eru 15 vísindamenn auk áhafna.