Blys Víkingar fengu háa sekt fyrir hegðun stuðningsmanna sinna.
Blys Víkingar fengu háa sekt fyrir hegðun stuðningsmanna sinna. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Ísland hefur úrskurðað Víking úr Reykjavík í heimaleikjabann vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins á úrslitaleik bikarkeppninnar sem fram fór á Laugardalsvelli 1. október.
Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Ísland hefur úrskurðað Víking úr Reykjavík í heimaleikjabann vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins á úrslitaleik bikarkeppninnar sem fram fór á Laugardalsvelli 1. október. Ásamt því að fá eins leiks heimaleikjabann voru Víkingar sektaðir um 200.000 kr, FH-ingar voru sektaðir um 50.000 krónur og KSÍ sektað um 200.000 krónur þar sem framkvæmd leiksins var í höndum þeirra. Víkingar þurfa því að leika næsta heimaleik sinn á hlutlausum velli.