Í tilefni af útkomu bókarinnar Vegabréf: Íslenskt eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur standa Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Forlagið fyrir hádegisfundi í dag, miðvikudag, í stofu 101 í Odda Háskóla Íslands. Hefst fundurinn klukkan 12.
Í tilefni af útkomu bókarinnar
Vegabréf: Íslenskt
eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur standa Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Forlagið fyrir hádegisfundi í dag, miðvikudag, í stofu 101 í Odda Háskóla Íslands. Hefst fundurinn klukkan 12. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og forstjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, og Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, fjalla um mannréttindabrot og möguleika íslenskra stjórnvalda og alþjóðakerfisins á að bregðast við þeim. Komið verður víða við og meðal annars rætt um Afganistan, Írak, Palestínu, Mjanmar og Úkraínu. Umræðum stýrir Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður.