Satíra Jonatan Spang stýrir Tæt på sandheden.
Satíra Jonatan Spang stýrir Tæt på sandheden. — Ljósmynd fengin af vef dr.dk
Fyrir áhugafólk um dönsk stjórnmál er sannkölluð gósentíð nú um stundir þegar kemur að því að velja áhugavert sjónvarpsefni. Nýverið var tilkynnt að þingkosningar yrðu haldnar í Danmörku þriðjudaginn 1.

Fyrir áhugafólk um dönsk stjórnmál er sannkölluð gósentíð nú um stundir þegar kemur að því að velja áhugavert sjónvarpsefni. Nýverið var tilkynnt að þingkosningar yrðu haldnar í Danmörku þriðjudaginn 1. nóvember og því keppast dönsku ljósvakamiðlarnir við að kynna frambjóðendur og málefni. Fyrir þau sem ekki ná að fylgjast með línulegri dagskrá má alltaf fara inn á vefinn dr.dk og nálgast alla helstu þættina þegar hentar. Þar má til dæmis finna hálftímalanga þætti þar sem formenn allra 14 flokkanna sem bjóða fram sitja einslega fyrir svörum hjá sjónvarpsfréttamanninum Kåre Quist. Sjónvarpsmaðurinn Clement Kjersgaard setur kosningamálefni á oddinn í vikulega umræðuþættinum Debatten, kosningarnar eru til umfjöllunar í öllum fréttatímum og rata einnig reglulega inn á borð í daglega fréttaskýringaþættinum Deadline. Loks verður að nefna að satíruþátturinn Tæt på sandheden med Jonatan Spang verður fram að kosningum sendur út tvisvar í viku í stað einu sinni, enda af nógu að taka um þessar mundir. Spang fer létt með að benda á mótsagnirnar í orðræðu og framferði pólitíkusanna sem snúast eins og vindhanar og hlaupa iðulega frá fyrri skoðunum sínum og ummælum.

Silja Björk Huldudóttir

Höf.: Silja Björk Huldudóttir