Trompkúnstir. S-AV
Norður | |
♠KD4 | |
♥ÁG53 | |
♦94 | |
♣8742 |
Vestur | Austur |
♠10862 | ♠73 |
♥8 | ♥D964 |
♦KD1083 | ♦ÁG72 |
♣G103 | ♣D96 |
Suður | |
♠ÁG95 | |
♥K1072 | |
♦65 | |
♣ÁK5 |
Suður spilar 4♥.
Suður verður sagnhafi í 4♥ eftir grandopnun og Stayman og vestur tekur tvo fyrstu slagina á hjónin í tígli. Spilar svo laufgosa. Suður drepur og veltir fyrir sér hvernig best sé að fara í trompið. Með yfirvofandi tapslag á lauf má engan gefa á tromp.
Íferðin vefst ekki fyrir lesendum Mogga, sem horfa á allar hendur. En í svíningabók Kelseys er byrjað með tvær hendur tómar og þá virðist koma til greina að svína fyrir hjartadrottninguna á hvorn veginn sem er. En svo er ekki vegna sjöunnar í trompi heima. Hennar vegna má ráða við fjórlit í austur ef einspil vesturs er annaðhvort átta eða nía.
Tæknilega rétta íferðin er því að spila hjartatvisti á ás og síðan gosa úr borði. Ef austur splæsir drottningunni mynda ♥107 gaffal yfir ♥96. Engum slíkum kúnstum er til að dreifa gegn fjórlit í vestur.