Ingibjörg Jónsdóttir, annar tveggja stofnenda Bergs Contempory.
Ingibjörg Jónsdóttir, annar tveggja stofnenda Bergs Contempory. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Annar stofnenda Bergs Contemporary segir listmarkaðinn á Íslandi að þroskast. Margir safni list.

Athafnahjónin Ingibjörg Jónsdóttir og Friðrik Steinn Kristjánsson munu á laugardaginn kemur taka í notkun nýjan sýningarsal í galleríi sínu, Bergi Contemporary, við Klapparstíg í Reykjavík.

Sigurður Guðjónsson, fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í ár, mun þar sýna verk sitt.

Þar höfðu hjónin þegar endurgert gamla glerverksmiðju og komið fyrir sýningarsal á jarðhæð og á efri hæðum skrifstofum og vinnuaðstöðu. Nýi sýningarsalurinn er í viðbyggingu Smiðjustígsmegin og þar eru jafnframt gestaíbúðir fyrir listamenn og aðstaða fyrir píanóleikara.

Kostnaðurinn er trúnaðarmál

Ingibjörg segir trúnaðarmál hversu mikið fé uppbyggingin hafi kostað en þau hjónin styrkja persónulega útflutning á íslenskri myndlist með því að taka þátt í sýningarhaldi erlendis.

Ingibjörg ræðir í ítarlegu viðtali við ViðskiptaMoggann um sölu gallerísins og hvernig verðmyndun er háttað á listmunum á Íslandi og í öðrum norrænum ríkjum. Það sé af og frá að sala listaverkanna standi undir rekstri Bergs Contemporary.

„Það má segja að hér búi að baki ástríða og áhugi okkar mannsins míns. Þess vegna erum við að þessu,“ segir Ingibjörg en þau hjón hafa þegar boðið erlendum gestum til dvalar í nýju íbúðunum.

Ingibjörg gagnrýnir fasteignagjöld á galleríið sem séu úr tengslum við starfsemina og forsendur hennar.