Athafnamenn Hagnaður útgáfufélagsins Fulls tungls ehf. nam í fyrra um 54,9 milljónum króna, en félagið var stofnað í mars í fyrra. Fullt tungl er í eigu Bananalýðveldisins, sem er í eigu Björns Braga Arnarssonar. Félagið gefur út Kviss-spilin vinsælu sem og bækur á borð við skipulagsbækur Sólrúnar Diego og bókina Fjárfestingar sem kom út fyrir síðustu jól.
Tekjur félagsins námu í fyrra um 128 milljónum króna en rekstrargjöld um 59 milljónum króna. Hagnaður fyrir skatta var 68,6 milljónir króna. Þar af nam launakostnaður og aðkeypt vinna rúmlega 21 milljón króna.