Landafjandakvartett Sigurðar Flosasonar kemur fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum í Hörpu í kvöld, miðvikudagskvöld, klukkan 20.
Landafjandakvartett Sigurðar Flosasonar kemur fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum í Hörpu í kvöld, miðvikudagskvöld, klukkan 20. Þessi íslensk-fransk-bandaríski kvartett mun flytja nýleg lög af tveimur síðustu plötum Sigurðar sem voru gefnar út af Storyville-útgáfunni í Danmörku; „The Eleventh Hour“ og „Green Moss Black Sand“ auk nokkurra glænýrra laga. Auk Sigurðar á saxófóninn leikur Kjartan Valdemarsson á píanó, Nico Mauroux á kontrabassa og Scott McLemore á trommur.