— Morgunblaðið/Eggert
Alþjóðlegur dagur breytingaskeiðs kvenna var í fyrsta skipti haldinn hátíðlegur hér á landi í gær á Grand Hótel. „Það má alveg koma fram að við Harpa værum ekki hér ef ekki væri fyrir hormónameðferð.
Alþjóðlegur dagur breytingaskeiðs kvenna var í fyrsta skipti haldinn hátíðlegur hér á landi í gær á Grand Hótel. „Það má alveg koma fram að við Harpa værum ekki hér ef ekki væri fyrir hormónameðferð. Þetta var alveg alvöru,“ sagði Sonja Bergmann um reynslu sína og Hörpu Lindar Hilmarsdóttur af breytingaskeiðinu. Báðar eru þær hjúkrunarfræðingar hjá GynaMedica, sem hélt viðburðinn. Björk Jakobsdóttir leikkona stýrði viðburðinum og situr hér hugsi, eflaust um breytingaskeiðið, sem hún gantaðist mikið með á fundinum.