Fjórar kærur vegna áforma um uppbyggingu þörungavinnslu á hafnarsvæði Skipavíkur í Stykkishólmi hafa borist úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Fjórar kærur vegna áforma um uppbyggingu þörungavinnslu á hafnarsvæði Skipavíkur í Stykkishólmi hafa borist úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Þær byggjast annars vegar á því að ekki liggi fyrir deiliskipulag fyrir svæðið og ekki hafi farið fram formleg grenndarkynning fyrir íbúa. Hins vegar er lýst áhyggjum af hugsanlegum grenndaráhrifum starfseminnar varðandi hljóð og lykt. Óháð rannsókn sem gerð var fyrir bæjarfélagið sýnir að ekki er hætta á hávaða eða lykt frá starfseminni. 4