Shehan Karunatilaka
Shehan Karunatilaka
Rithöfundurinn Shehan Karunatilaka hreppti Booker-bókmenntaverðlaunin í ár fyrir söguna The Seven Moons of Maali Almeida en verðlaunin eru veitt fyrir skáldverk skrifað og gefið út á ensku.

Rithöfundurinn Shehan Karunatilaka hreppti Booker-bókmenntaverðlaunin í ár fyrir söguna The Seven Moons of Maali Almeida en verðlaunin eru veitt fyrir skáldverk skrifað og gefið út á ensku. Karunatilaka er annar höfundurinn frá Sri Lanka til að hreppa Booker-verðlaun en Michael Ondaatje fékk þau árið 1992 fyrir The English Patient .

Þetta er önnur skáldsaga höfundarins, sem er 47 ára gamall, og lýsir dómnefnd verðlaunanna henni sem óvissuferð um heima lífs og dauða. Í sögunni segir af ljósmyndara á Srí Lanka sem árið 1990 „lifnar við“ látinn, veit ekki hver hefur myrt sig en hefur sjö mánuði til að hafa samband við ástvini sína og leiða þá að mikilvægum földum ljósmyndum af glæpaverkum frömdum í borgarastyrjöldinni sem kunna að hafa mikil áhrif.

Verðlaunaféð er 50 þúsund pund, rúmlega átta milljónir króna.