Hera Björk söngkona var gestur Helgarútgáfunnar um nýliðna helgi en hún ræddi þar meðal annars um þá hefð, sem hún hefur vanið sig á, að fara reglulega alein í sumarbústað í eina viku til að hlaða batteríin og gera bókstaflega ekki neitt nema slaka á.

Hera Björk söngkona var gestur Helgarútgáfunnar um nýliðna helgi en hún ræddi þar meðal annars um þá hefð, sem hún hefur vanið sig á, að fara reglulega alein í sumarbústað í eina viku til að hlaða batteríin og gera bókstaflega ekki neitt nema slaka á.

„Ég fann það „the hard way“. Maður er fljótur að fuðra upp ef maður passar sig ekki. Ég þurfti að setja mig í fyrsta sæti. Ég geri eins og flugfreyjurnar. Súrefnisgríman fyrst á mig svo ég geti hjálpað öðrum. Það er alveg nauðsynlegt,“ sagði Hera við þau Regínu Ósk og Yngva Eysteins.

Viðtalið er í heild sinni á K100.is.