Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, viðurkennir að það hafi verið óþægilegt að fá fregnir af því að hann væri á lista manna sem nú sitja í gæsluvarðhaldi, grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk, yfir fólk sem þeir hygðust ráða af dögum í aðgerðum sínum. „Fyrsta hugsunin var hvernig maður ætti að útskýra þetta fyrir fjölskyldunni. Þá fer maður auðvitað að hugsa um að við búum í raun í góðu og öruggu þjóðfélagi hérna heima og þannig vill maður hafa það,“ segir ráðherra. „Maður veltir fyrir sér hver kveikjan að þessu sé hjá þessum mönnum, það veit ég auðvitað ekki, en þetta tengist hugsanlega því sem stjórnmálamenn segja og gera. Maður getur leitt líkum að því að það sem maður hefur staðið fyrir eigi þarna hlut að máli, frelsi einstaklingsins til orðs og athafna, en ég mun ekki breyta mínum áherslum.“
Ræddu mennirnir einnig morð á hendur verkalýðsleiðtoganum Sólveigu Önnu Jónsdóttur, Björn Leví Gunnarsson, þingmann pírata og Gunnari Smára Egilssyni, formanni Sósíalistaflokksins.