Forsvarsmenn Fylkis, Ármanns og KR fagna tillögu Björns Gíslasonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem lögð var fyrir borgarstjórn í gær.

Forsvarsmenn Fylkis, Ármanns og KR fagna tillögu Björns Gíslasonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem lögð var fyrir borgarstjórn í gær. Tillagan snýr að 20 milljóna króna stuðningi borgarinnar við starf þeirra félaga sem koma sér upp rafíþróttadeild. Segja þeir að um mikilvægt mál sé að ræða sem snerti fjölmörg ungmenni.

„Skipulag íþróttafélaga hentar mjög vel fyrir starfsemi rafíþrótta og hefur verið mikil ánægja meðal iðkenda og forráðamanna með starfið. Margir einstaklingar, sem ekki voru þátttakendur áður í skipulögðu starfi, eru núna virkir þátttakendur,“ segir í tilkynningu frá félögunum.