[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Unglingsstúlka hverfur í undirgöngunum alræmdu við Hamraborg í Kópavogi og rannsóknarlögreglumaðurinn Halldór þarf að leita til fortíðar til að leysa ráðgátuna um hvarf stúlkunnar – og besta vinar síns sem hvarf með ótrúlega svipuðum hætti mörgum árum áður

Unglingsstúlka hverfur í undirgöngunum alræmdu við Hamraborg í Kópavogi og rannsóknarlögreglumaðurinn Halldór þarf að leita til fortíðar til að leysa ráðgátuna um hvarf stúlkunnar – og besta vinar síns sem hvarf með ótrúlega svipuðum hætti mörgum árum áður.

Um þetta fjallar nýjasta bók Emils Hjörvars Petersen, Dauðaleit, en hann ræddi við þau Kristínu Sif og Ásgeir Pál um söguna sem er í senn glæpasaga og hrollvekja. „Ég er einmitt að byggja á því að ég ólst upp í Kópavogi. Maður hjólaði þarna um og Hamraborg var bara völundarhús. Ekki bara undirgöngin heldur bílahúsið líka. Þetta er stórundarlegur staður.“