Lewis Gribben í hlutverki sínu.
Lewis Gribben í hlutverki sínu. — Channel 4
Gæði „Sorglegir, fallegir, bráðsnjallir,“ segir gagnrýnandi breska blaðsins The Guardian um nýja sjónvarpsþætti, Somewhere Boy, sem sýndir eru á Channel 4 þar í landi, og gefur þeim fullt hús stjarna, fimm stykki

Gæði „Sorglegir, fallegir, bráðsnjallir,“ segir gagnrýnandi breska blaðsins The Guardian um nýja sjónvarpsþætti, Somewhere Boy, sem sýndir eru á Channel 4 þar í landi, og gefur þeim fullt hús stjarna, fimm stykki. Hermt er af ungum manni, Danny, sem varið hefur ævinni lokaður inni í niðurníddu húsnæði úti í sveit ásamt föður sínum sem hefur einsett sér að hlífa drengnum fyrir „skrímslunum“ þarna úti. Þegar Danny verður 18 ára haga örlögin því hins vegar þannig að hann þarf að fara út og takast á við allt sem bíður hans þar. Lewis Gribben leikur aðalhlutverkið og er sagður frábær.