3 lítrar vatn 1,5-2 kg súpukjöt ½ dl hrísgrjón (má sleppa) 2 msk salt (og örlítill hvítur pipar) 5-8 gulrætur 8-10 kartöflur 1-2 rófur (smáar) ¼ hvítkálshaus 1 laukur 1 dl súpujurtir Skolið kjötið og setjið í pott ásamt þremur lítrum af vatni

3 lítrar vatn

1,5-2 kg súpukjöt

½ dl hrísgrjón (má sleppa)

2 msk salt (og örlítill hvítur pipar)

5-8 gulrætur

8-10 kartöflur

1-2 rófur (smáar)

¼ hvítkálshaus

1 laukur

1 dl súpujurtir

Skolið kjötið og setjið í pott ásamt þremur lítrum af vatni. Fleytið af mestu froðuna eftir að suðan kemur upp. Sjóðið kjötið í minnst 45 mínútur.

Skerið grænmetið í passlega bita á meðan kjötið sýður.

Þegar kjötið hefur soðið í 45-60 mínútur, setjið þá 1 dl af súpujurtum út í, lauk, kartöflur, rófur, gulrætur, salt, örlítinn hvítan pipar og ef þið viljið 1/2 dl af hrísgrjónum.

Sjóðið áfram í um 20 mínútur og ekki er verra að sjóða hana lengur þannig að kjötið detti nánast af beinum. Súpan er enn betri daginn eftir.