Merking:
Merking: — Morgunblaðið/Emilía Björg
„Maður lærir ekki að búa til listaverk, það er af og frá. En það er hægt að læra að skoða og það er hægt að læra tækni og listasögu, annað ekki. Hitt er svo annað hvort maður lærir af lífinu eða lærir alls ekki – og svo fæðast einstaka…

„Maður lærir ekki að búa til listaverk, það er af og frá. En það er hægt að læra að skoða og það er hægt að læra tækni og listasögu, annað ekki. Hitt er svo annað hvort maður lærir af lífinu eða lærir alls ekki – og svo fæðast einstaka menn með þessa náðargáfu og þurfa ekkert að læra.“

Þannig komst Edda Jónsdóttir myndlistarmaður að orði þegar AH blaðamaður Morgunblaðsins heimsótti hana á sýningu hennar í Ásmundarsal í október 1982.

„En hvort verk manns eru einhvers virði leiðir tíminn einn í ljós, en spurningin er auðvitað hvort verk eigi að verða eilíf eða hvort þau eigi bara að vera til í samtímanum og eldast og eyðileggjast eins og Dieter Roth heldur fram, líkt og maðurinn sjálfur lifir, eldist og deyr. Samt yrðu þau hlekkur í áframhaldandi tilraun mannsins til listsköpunar,“ hélt Edda áfram.

Hún kvaðst vinna að myndgerð alla daga, eða flesta, og ætti þar af leiðandi að kalla sig myndgerðarmann, en ekki myndlistarmann.