Espihóll Jón Espólín fæddist á Espihóli og kenndi sig við bæinn.
Espihóll Jón Espólín fæddist á Espihóli og kenndi sig við bæinn. — Ljósmynd/Mats Wibe Lund
Jón Jónsson Espólín fæddist 22. október 1769 á Espihóli í Eyjafirði og kenndi sig við þann bæ. Foreldrar hans voru hjónin Jón Jakobsson, f. 1738, d. 1808, sýslumaður og Sigríður Stefánsdóttir, f. 1734, d. 1818.

Jón Jónsson Espólín fæddist 22. október 1769 á Espihóli í Eyjafirði og kenndi sig við þann bæ. Foreldrar hans voru hjónin Jón Jakobsson, f. 1738, d. 1808, sýslumaður og Sigríður Stefánsdóttir, f. 1734, d. 1818.

Jón fór til náms við Kaupmannahafnarháskóla. Hann var skipaður sýslumaður í Snæfellsnessýslu 1792, í Borgarfjarðarsýslu 1797 og í Skagafjarðarsýslu frá 1802 til dauðadags. Hann bjó lengst í Viðvík í Viðvíkursveit og á Frostastöðum í Blönduhlíð.

Jón var afkastamikill höfundur. Eftir hann liggja meiri ættfræðiupplýsingar en nokkurn annan mann frá fyrri tíð. Árbækur Espólíns komu út í 12 bindum á árunum 1821-1855. Árbækurnar eru yfirlit yfir sögu Íslands frá því um 1262 til samtíma höfundarins, og eru beint framhald af Sturlungu. Þær höfðu mikil áhrif, enda um langt skeið eina prentaða yfirlitið um sögu Íslands eftir 1262. Hann orti sálma og skrifaði einnig eina fyrstu skáldsögu á íslensku, þ.e. Sagan af Árna yngra ljúfling.

Kona Jóns var Rannveig Jónsdóttir, f. 1773, 1846. Sonur þeirra var séra Hákon.

Jón Espólín lést 1.8. 1836.