Þykkvabæjarkirkja
Þykkvabæjarkirkja — Morgunblaðið/hag
AKRANESKIRKJA | Sunnudagur 23. október. Sunnudagaskóli kl. 11. Bleik messa kl. 20. Kvennakórinn Ymur leiðir söng ásamt konum úr Kór Akraneskirkju og Kór Saurbæjarprestakalls, undir stjórn Zsuszönnu Budai og Sigríðar Elliðadóttur.
AKRANESKIRKJA | Sunnudagur 23. október. Sunnudagaskóli kl. 11.

Bleik messa kl. 20. Kvennakórinn Ymur leiðir söng ásamt konum úr Kór Akraneskirkju og Kór Saurbæjarprestakalls, undir stjórn Zsuszönnu Budai og Sigríðar Elliðadóttur. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Tinna Grímarsdóttir deilir eigin reynslu. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina, meðhjálpari er Helga Sesselja Ásgeirsdóttir. Kaffisopi í Vinaminni eftir guðsþjónustu.

AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón Sonja Kro og Hólmfríður Hermannsdóttir.

ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta sunnudag kl. 11, sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kirkjukórnum leiða safnaðarsöng. Vorboðar, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, heiðra okkur með næveru sinni og söng. Kórstjóri og organisti er Hrönn Helgadóttir. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar í umsjá Andreu Önnu Arnardóttur, Thelmu Rósar Arnardóttur og Sigurðar Óla Karlsssonar. Messukaffi og spjall eftir stundina.

BAKKAGERÐISKIRKJA | Bleik messa verður haldin í samstarfi Bakkagerðiskirkju og Krabbameinsfélags Austurlands sunnudag kl. 11. Prestur er Þorgeir Arason. Organisti er Sándor Kerekes. Bakkasystur syngja. Vírag Kerekesne leikur á óbó. Meðhjálpari Kristjana Björnsdóttir. Innlegg tengt reynslu krabbameinsgreindra. Boðið verður upp á súpu í Álfheimum að messu lokinni.

BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón með stundinni hafa Sigrún Ósk, Þórey María og Þórarinn.

BORGARNESKIRKJA | Bleik kvöldmessa sunnudag kl. 20. Sr. Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back þjónar fyrir altari. Steinunn Árnadóttir leikur á orgel og kór Borgarneskirkju leiðir sálmasöng.

BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Óskalög barnanna. Umsjá Daníel djákni og Jónas Þórir. Bítlamessa kl. 13. Anna Sigríður Helgadóttir, Svava Kristín Ingólfsdóttir og Marteinn Snævarr Sigurðsson flytja Bítlalög ásamt Kammerkór Bústaðakirkju, Matthíasi Stefánssyni tónlistarmanni og Jónasi Þóri kantor. Sr. María G. Ágústsdóttir leiðir stundina ásamt messuþjónum. Miðvikudagur 26.10.: Tónleikar kl. 12.05. Benedikt Kristjánsson tenór og Jónas Þórir. Súpa, samskot til Ljóssins. Starf eldri borgara kl. 13-16.

DIGRANESKIRKJA | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Ásdís og Hálfdán annast samveru sunnudagaskólans. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson þjónar við guðsþjónustuna. Félagar úr Karlakórnum Esju leiða safnaðarsönginn. Organisti er Kári Allansson. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni.

DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Prestur er Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson er organisti og Dómkórinn syngur.

EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskólinn kl. 10.30. Bleik messa kl. 20. (Önnur tilraun, þar sem fresta þurfti bleiku messunni í rauðri veðurviðvörun um daginn.) Stundin er tileinkuð átaki Krabbameinsfélagsins. Reynslusaga aðstandanda: Haraldur Geir Eðvaldsson. Prestur: Þorgeir Arason. Organisti: Sándor Kerekes. Kór Egilsstaðakirkju syngur. Kaffisopi eftir messu.

FRIÐRIKSKAPELLA | Messa á vegum jelk.is sunnudag kl. 11 í Friðrikskapellu. Sakarías Ingólfsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi og bakkelsi að messu lokinni.

FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson safnaðarprestur Fríkirkjunnar leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að mæta.

GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Sunnudagaskóli verður á sama tíma á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hafa Ásta Jóhanna Harðardóttir og sr. Sigurður Grétar Helgason. Undirleikari er Stefán Birkisson. Selmessa kl. 13 í Kirkjuselinu. Kristín Kristjánsdóttir djákni þjónar. Vox Populi leiðir söng. Undirleikari er Lára B. Eggertsdóttir.

GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Efni: Heilsa og fyrirgefning. Sr. María G. Ágústsdóttir þjónar ásamt messuþjónum, Antoníu Hevesí og Kirkjukór Grensáskirkju. Þriðjudagur: Kyrrðarstund kl. 12. Fimmtudagur: Núvitundarstund kl. 18.15-18.45.

GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur er Leifur Ragnar Jónsson, sem þjónar og prédikar fyrir altari. Organisti er Arnhildur Valgarðsdóttir og Kór Guðríðarkirkju syngur. Sunnudagaskóli í safnarheimilinu undir sjórn Tinnu Rósar og Írisar Rósar. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffisopi eftir messuna.

HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kórinn Hljómeyki syngur undir stjórn Erlu Rut Káradóttur. Ellert Blær Stefánsson nemandi Söngskólans í Reykjavík syngur einsöng. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarf er í umsjón Ragnheiðar Bjarnadóttur. Dagur heilbrigðisþjónustunnar.

HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Dagur heilbrigðisþjónustunnar. Sr. Ingólfur Hartvigsson, sjúkrahúsprestur á Landspítala háskólasjúkrahúsi, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur. Félagar úr Kordíu, kór Háteigskirkju syngja. Organisti er Kristín Jóhannesdóttir. Þriðjudaginn 25. október kl. 13.30 er Gæðastund í safnaðarheimilinu þar sem Jón Björnsson fjallar um Jakobsveginn.

HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa sunnudag kl. 17. Sr. Sunna Dóra Möller leiðir stundina. Stefán H. Henrýsson sér um tónlistina ásamt Katrínu H. Jónasdóttur og Kristjönu Þ. Ólafsdóttur.

HVERAGERÐISKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakór Hveragerðiskirkju syngur. Biblíusaga og brúðuleikrit. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng, sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar.

HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkoma kl. 11. Service. Translation into English. Samkoma á ensku kl. 14. English speaking service. Samkoma á spænsku kl. 16. Reuniónes en español.

ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð | Gautaborg. Guðsþjónusta sunnudag í Þýsku kirkjunni (við Brunnsparken) kl. 11 (athugið tímasetninguna) með öðrum erlendum söfnuðum í Gautaborg. Ólík tungumál kristallast í þessari guðsþjónustu. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar. Haga-Christinaekören syngur. Christoph Gamer prédikar. Altarisganga. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.

KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Sunnudag kl. 13 verður Selmessa. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Vox Populi leiðir söng. Undirleikari er Lára Bryndís Eggertsdóttir.

KOTSTRANDARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar. Kirkjukór Hveragerðis - og Kotstrandarsókna syngur, organisti er Miklós Dalmay.

KÓPAVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Gengið verður til altaris. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum,.

LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sara Grímsdóttir leiðir sunnudagaskólann og Ása Laufey Sæmundsdóttir prestur innfytjenda þjónar. Félagar úr Fílharmóníunni syngja einsöngvari: Rosemary Odhiambo. Léttur hádegisverður að messu lokinni.

LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Laugarneskirkju og Elísabet Þórðardóttir er organisti. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar og prédikar. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á meðan. Kaffi og samvera á eftir.

Miðvikudagur 2.11. Foreldrasamvera í safnaðarheimilinu á milli kl. 10 og 12.

Fimmtudagur 3.11. Helgistund í Hásalnum, Hátúni 10. Sr. Davíð Þór leiðir stundina.

LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Arndís Linn prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar, organista. Meðhjálpari: Andrea Gréta Axelsdóttir. Þakklætissunnudagaskóli kl. 13. Söngur, biblíusaga og brúðuleikrit.

NESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sýning Rúnars Reynissonar ,,Heimaslóð“ verður opnuð í guðsþjónustunni. Fjallað verður um verkin í prédikun og gestum og gangandi er boðið upp á veitingar að helgihaldinu loknu. Þá er ný sálmabók komin í hús og verða sungnir úr henni sálmar sem ekki voru í þeirri gömlu. Félagar úr Kór Neskirkju leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Sunnudagskólinn verður á sama tíma. Sögur og sögur. Umsjón Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson.

NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Fjölskylduguðsþjónusta sunnudag kl. 11. Kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Stefáns Helga organista sem sér einnig um undirspil. Sungnir verða barnasöngvar og sálmar. Baldur Rafn Sigurðsson þjónar. Kaffi, djús og smákökur í boði að guðsþjónustinni lokinni. Hvetjum við foreldra til að mæta með börnum sínum.

ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Sunnudag kl. 14 verður jazzmessa í Óháða söfnuðinum. Sr. Pétur þjónar fyrir altari, Kristján og Óháði kórinn verða í jassgír og leiða jassaðan sálmasöng útsettan af Þórði Sigurðarsyni. Óskar Kjartansson verður á trommum og Kristján Hrannar á Hammond. Ragnar Gunnarsson kemur frá Kristniboðssambandinu. Barnastarf og maul eftir messu.

SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11, Siggi Már og Bára leiða stundina. Helgi Hannesson spilar á píanóið. Guðsþjónusta kl. 13, sr. Sigurður Már Hannesson prédikar og þjónar fyrir altari og félagar úr kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Sveinn Arnar Sæmundsson.

SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Skapað í mannsins mynd - Tréstyttur af trúarleiðtogum og stjórnmálamönnum. Dr. Gunnlagur A. Jónsson, prófessor emeritus, talar.

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkórnum syngja. Kaffiveitingar og eftir athöfn í safnaðarheimilinu. Stund fyrir eldri bæjararbúa þriðjudag kl. 14. Bingó, myndagetraun og kaffiveitingar. Morgunkaffi kl. 9 og kyrrðarstund kl. 12 á miðvikudag.

VÍDALÍNSKIRKJA | Sunnudagaskóli í Urriðaholti kl. 10 og í safnaðarheimilinu kl. 11. Brúðuleikrit, söngur og gleði.

Messa kl. 11. Sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Íris Sveinsdóttir nemandi við Söngskólann í Reykjavík syngur einsöng. Messukaffi að lokinni athöfn.

VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 10 í umsjá Benna og Dísu. Messa kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars organista og sr. Sighvatur Karlsson þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Kaffihressing í safnaðarsal á eftir.