Kelsey. N-Allir Norður &spade;D5 &heart;ÁK1072 ⋄ÁDG3 &klubs;85 Vestur Austur &spade;G76 &spade;K82 &heart;84 &heart;DG93 ⋄10862 ⋄K95 &klubs;G743 &klubs;1096 Suður &spade;Á10943 &heart;65 ⋄74 &klubs;ÁKD2 Suður spilar 3G.

Kelsey. N-Allir

Norður
D5
ÁK1072
ÁDG3
85

Vestur Austur
G76 K82
84 DG93
10862 K95
G743 1096

Suður
Á10943
65
74
ÁKD2

Suður spilar 3G.

Á svíningum gæt þín, segir Hugh Kelsey og spyr um bestu spilamennsku í þremur gröndum með tígultvisti út.

Ekki svína, ráðleggur Kelsey, og varar við eftirfarandi atburðarás: Austur á slaginn á tígulkóng og skiptir yfir í lauftíu. Suður drepur og spilar spaða á drottningu blinds og kóng austurs. Aftur kemur lauf og nú fyrst rennur upp fyrir sagnhafa að spilið er í hættu. Raunar tapað, eins og legan er. Leiðin til að tryggja níu slagi er að drepa á tígulás í fyrsta slag og fara í spaðann. Þá er alveg sama hvernig landið liggur.

Magnús mörgæs bar spilið undir vini sína og fékk loðið svar frá Getlinum: „Það er augljóst að Kelsey er ekki mikill tvímenningsspilari.“

„Var,“ leiðrétti Óskar ugla: „Skoski rithöfundurinn Hugh Walter Kelsey lést 1995. Hann skrifaði yfir 50 bækur um spilið.“

„Jáhá.“