Árni Már Erlingsson
Árni Már Erlingsson
Myndlistarmaðurinn Árni Már Erlingsson opnar í dag kl. 16 sýninguna Öldur aldanna – útfjara í galleríinu Listamönnum, Skúlagötu 32.

Myndlistarmaðurinn Árni Már Erlingsson opnar í dag kl. 16 sýninguna Öldur aldanna – útfjara í galleríinu Listamönnum, Skúlagötu 32. „Verkin á sýningunni má segja að séu eins konar lokahóf eða hápunktur þessa tímabils sem Árni Már hefur dvalið í,“ segir um sýninguna á Facebook og því megi segja að hún sé kveðja við ákveðið tímabil, öldurót, lokapunktur við períódu. Ölduskil og útfjara.

Um málverk Árna Más segir að þau beri með sér óræða hreyfingu og einkennist af afmörkuðum litastrendingum sem blandist við samfléttaðar formgerðir sem eigi tilurð sína í spunatengdum innsæisteikningum.