Bann Simona Halep greindist með ólöglegt efni í blóðinu.
Bann Simona Halep greindist með ólöglegt efni í blóðinu. — AFP/Julian Finney
Rúmenska tenniskonan Simona Halep hefur verið úrskurðuð í bann frá keppni til bráðabirgða eftir að hún féll á lyfjaprófi í ágúst. Hún greindist þá með ólöglega efnið roxadustat, sem örvar framleiðslu rauðra blóðkorna, í blóðinu.

Rúmenska tenniskonan Simona Halep hefur verið úrskurðuð í bann frá keppni til bráðabirgða eftir að hún féll á lyfjaprófi í ágúst. Hún greindist þá með ólöglega efnið roxadustat, sem örvar framleiðslu rauðra blóðkorna, í blóðinu. Lyfið er oftast notað til þess að vinna á nýrnavandamálum.

Halep, sem er í níunda sæti heimslistans um þessar mundir og var um skeið í efsta sæti á listanum, hefur unnið tvö risamót á ferlinum; Opna franska meistaramótið árið 2018 og Wimbledon ári síðar.