<strong>Svartur á leik </strong>
Svartur á leik
Staðan kom upp í opnum flokki Evrópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir skömmu í Mayrhofen í Austurríki. Rúmenski stórmeistarinn Bogdan-Daniel Deac (2.707) hafði svart gegn ungverska alþjóðlega meistaranum Albert Bokros (2.453) . 61.... h3! 62. gxh3 Hf3+!
Staðan kom upp í opnum flokki Evrópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir skömmu í Mayrhofen í Austurríki. Rúmenski stórmeistarinn Bogdan-Daniel Deac (2.707) hafði svart gegn ungverska alþjóðlega meistaranum Albert Bokros (2.453) . 61.... h3! 62. gxh3 Hf3+! lykileikur þar eð nú hrekst hvíti kóngurinn lengra frá frípeði svarts á g-línunni. 63. Ke4 Hf2! 64. Hd6+ Kg5 65. Hd5+ Kh4 66. Hd8 g2 67. Hg8 Kxh3 68. Rd4 Bg4 og hvítur gafst upp. Opna Íslandsmót kvenna hefst mánudaginn 24. október og lýkur 30. október. Heimsmeistaramót 20 ára og yngri lýkur í dag í Sardiníu á Ítalíu. Tveir íslenskir keppendur taka þátt í opnum flokki mótsins, alþjóðlegi meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2.471) og Birkir Ísak Jóhannsson (2.165). Nánari upplýsingar um þessa skákviðburði og fleiri til má sjá á skak.is og taflfelag.is.