Börn Ísland fær hæstu einkunn.
Börn Ísland fær hæstu einkunn. — Morgunblaðið/Eggert
Ísland er það land þar sem réttindi barna standa styrkustum fótum, að mati hollensku samtakanna KidsRights. Er það fjórða árið í röð sem Ísland er efst á þessum lista en samtökin hafa birt hann árlega undanfarinn áratug.

Ísland er það land þar sem réttindi barna standa styrkustum fótum, að mati hollensku samtakanna KidsRights. Er það fjórða árið í röð sem Ísland er efst á þessum lista en samtökin hafa birt hann árlega undanfarinn áratug.

Svíþjóð er í öðru sæti á lista KidsRights og Finnland í því þriðja. Sviss, sem var í 2. sæti á listanum á síðasta ári, fellur hins vegar í það 31. nú. Í næstu sætum eru Holland, Þýskaland, Lúxemborg, Danmörk, Austurríki, Slóvenía og Noregur. Alls eru 185 ríki á listanum og eru Síerra Leóne, Afganistan og Tsjad í neðstu sætunum. Listinn er byggður á upplýsingum frá ýmsum stofnunum Sameinuðu þjóðanna og er eins konar mæling á því hvernig lönd uppfylla Barnasáttmála SÞ.

Aðstæður barna lítið batnað

Í ársskýrslu KidsRights, sem var birt í vikunni, segir að aðstæður ungmenna í heiminum hafi lítið sem ekkert batnað síðasta áratuginn. Nærri milljarður barna, um rúmur þriðjungur allra barna í heiminum, sé í mikilli hættu vegna loftslagsbreytinga. Þar af hefðu hitabylgjur áhrif á líf um 820 milljóna barna, um 920 milljónir barna væru á svæðum þar sem vatn skortir og yfir 600 milljónir barna þjáðust af sjúkdómum á borð við malaríu og hitasótt.