Þráir þú að fá pásu frá glanslífi félagsmiðla og vilt fá eitthvað bitastæðara í staðinn? Hér er listi yfir nokkrar sem þú ættir alls ekki að missa af. Marta María Winkel Jónasdóttir mm@mbl.is
Næturgalinn eftir Kristin Hannah

Ef svo ólíklega vill til að þú sért ekki búin/n að lesa þessa bók þá skaltu gera það nú þegar. Hún fjallar um líf frönsku systranna Vianne og Isabelle. Það hefur aldrei verið hlúð að þeim og hugsað um þær á kærleiksríkan hátt.

Næturgalinn er mögnuð söguleg skáldsaga um ástir, harm og hugrekki kvenna á stríðstímum sem hefur selst í meira en 1,5 milljónum eintaka. Hún grípur lesandann föstum tökum; hann hverfur inn í fortíð sem aldrei má gleymast og upplifir atburðarás sem sýnir hvers mannleg reisn er megnug gagnvart illskunni.