— AFP/Ettore Ferrari
Giorgia Meloni varð í gær fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra á Ítalíu, en flokkur hennar, Bræðralag Ítalíu, vann mikinn kosningasigur í þingkosningunum í september.

Giorgia Meloni varð í gær fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra á Ítalíu, en flokkur hennar, Bræðralag Ítalíu, vann mikinn kosningasigur í þingkosningunum í september.

Meloni tilkynnti um ráðherraskipan í ríkisstjórn sinni eftir útnefningu sína, og var ráðherralistinn túlkaður sem tilraun hennar til þess að róa helstu bandamenn Ítala í Evrópusambandinu, þar sem helstu embætti fóru til „hófsamari“ þingmanna samstarfsflokkanna. Þá hefur Meloni lagt áherslu á að línu vesturveldanna verði fylgt varðandi stuðning við Úkraínu, og sagt að annað komi ekki til greina.