— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Magnús Magnússon nam staðar og fékk sér nesti í Mývatnssveit á dögunum, sem væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann var að yfirgefa landið fyrir fullt og fast og flytja búferlum til bæjarins Hólmastrandar í Noregi ásamt...

Magnús Magnússon nam staðar og fékk sér nesti í Mývatnssveit á dögunum, sem væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann var að yfirgefa landið fyrir fullt og fast og flytja búferlum til bæjarins Hólmastrandar í Noregi ásamt eiginkonu sinni, Söndru Vestmann. Þar hittu hjónin fyrir dóttur sína, Telmu Björk, sem nemur leiklist í Ósló. Magnús veiddi oft á þessum slóðum í gamla daga og mátti til með að æja rétt sem snöggvast, áður en lokakaflinn var ekinn til Seyðisfjarðar, þar sem hann fór um borð í ferjuna Norrænu.

Með Magnúsi í för var gamall vinur hans, Árni Sæberg, ljósmyndari Morgunblaðsins, sem fékk þá hugmynd að skrásetja flutningana frá upphafi til enda og fylgjast með hjónunum koma sér fyrir ytra. Þegar Árni sneri aftur heim höfðu hvorki fleiri né færri en 4.000 ljósmyndir verið teknar og valið býsna fjarri því að vera auðvelt þegar hlaðið var í grein í Sunnudagsblaðinu sem birtist nú um helgina. Sjón er sögu ríkari.