Samskiptafyrirtækið Aton.JL velti 826,3 milljónum króna í fyrra og jukust tekjurnar um liðlega 110 milljónir milli ára. Hagnaður félagsins á síðasta ári nam 3,1 milljón króna og dróst verulega saman frá 2020 þegar hann nam 35,2 milljónum.
Samskiptafyrirtækið Aton.JL velti 826,3 milljónum króna í fyrra og jukust tekjurnar um liðlega 110 milljónir milli ára. Hagnaður félagsins á síðasta ári nam 3,1 milljón króna og dróst verulega saman frá 2020 þegar hann nam 35,2 milljónum. Laun og annar starfsmannakostnaður jókst mjög mikið milli ára eða um liðlega 114 milljónir og nam 562,9 milljónum. Þá hækkaði annar rekstrarkostnaður verulega og var 153 milljónir, samanborið við 67,7 milljónir árið áður. Hins vegar dró mjög úr aðkeyptri þjónustu og nam hún 87,2 milljónum, samanborið við 140,8 milljónir árið áður.