Ólöf Þórey Eyjólfsdóttir fæddist 25. maí 1946. Hún lést 6. október 2022.

Útför Ólafar fór fram 17. október 2022.

Nú er komið að hinstu kveðjustund elsku mömmu og tengdamömmu. Margs er að minnast og minningarnar bæði ljúfar og góðar.

Þú varst einstakur persónuleiki, alltaf svo jákvæð, glaðleg og öllum góð. Mikið eigum við eftir að sakna þín. Eins allra góðu stundanna sem við áttum saman.

Minning þín er mér ei gleymd;

mína sál þú gladdir;

innst í hjarta hún er geymd,

þú heilsaðir mér og kvaddir.

(Káinn)

Hvíl í friði elsku mamma og tengdamamma.

Þín

Ingibjörg Lóa, Sigríður Olsen, Ingólfur Örn

og Þorvaldur.

Með þessum fátæklegu orðum langar okkur hjónin að kveðja hana Ólöfu eða Lóló eins og hún var ávallt kölluð eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Þakka henni allar góðar samverustundir á liðnum árum bæði innanlands og utan. Ekki er hægt að minnast Lólóar án þess að minnast á Ármann. Ef annað var nefnt var hitt nefnt líka því slík var samheldni þeirra hjóna.

Hver minning dýrmæt perla að liðnum

lífsins degi,

hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka

hér.

Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem

gleymist eigi,

og gæfa var það öllum, er fengu að

kynnast þér.

(Ingibjörg Jónsdóttir)

Elsku Ármann, Inga Lóa, Sigga, Ingó og fjölskyldur, megi algóður Guð vaka yfir ykkur og gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum.

Minningin um yndislega konu lifir.

Elsku Lóló, takk fyrir allar okkar góðu stundir.

Hvíl í friði, elsku vinkona.

Þóra og Jón.