Íslenska óperan sýnir óperuna Brothers eftir Daníel Bjarnason í kvöld kl. 20 í Eldborg. Verkið fjallar um fórnarkostnað stríðs, bræðralag og ástir og er byggt á samnefndri kvikmynd danska leikstjórans Susanne Bier.
Íslenska óperan sýnir óperuna Brothers eftir Daníel Bjarnason í kvöld kl. 20 í Eldborg. Verkið fjallar um fórnarkostnað stríðs, bræðralag og ástir og er byggt á samnefndri kvikmynd danska leikstjórans Susanne Bier. Óperan er samstarfsverkefni Íslensku óperunnar og Den Jyske Opera, þ.e. óperunnar á Jótlandi, og hefur hlotið lof víða, bæði áheyrenda og gagnrýnenda og unnið til verðlauna, m.a. hinna dönsku Reumert sem óperusýning ársins 2017 og Íslensku tónlistarverðlaunin sem Tónverk ársins 2018.