Persónuvernd Stofnunin segir nauðsynlegt að auka fjárheimildir.
Persónuvernd Stofnunin segir nauðsynlegt að auka fjárheimildir. — Morgunblaðið/Eggert
Persónuvemd segir nauðsynlegt að fjölga stöðugildum hjá stofnuninni um 10 en þótt gert sé ráð fyrir því í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi að fjárframlag hækki um 39 milljónir króna á næsta ári með það að markmiði að styrkja starfsemi stofnunarinnar séu...

Persónuvemd segir nauðsynlegt að fjölga stöðugildum hjá stofnuninni um 10 en þótt gert sé ráð fyrir því í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi að fjárframlag hækki um 39 milljónir króna á næsta ári með það að markmiði að styrkja starfsemi stofnunarinnar séu litlar líkur á að hægt verði að fjölga starfsfólki miðað við það framlag.

„Staðan hjá Persónuvernd er samt sú í dag að fólk hendist á milli verkefna til að reyna að ná að gera það sem þarf að gera. Þetta hefur verið staðan hér ansi lengi og margir starfsmenn orðnir mjög lúnir. Það er slæmt til lengdar að ná ekki að sinna nema broti af því sem Persónuvernd ber að sinna. Í þessu sambandi má benda á að opin og óafgreidd mál hjá Persónuvemd eru nú 638 talsins. Þar af eru opin mál á eftirlitssviði, sem sér um kvartanir til stofnunarinnar, nú 192 talsins, óafgreidd mál á öryggis- og úttektasviði eru 86 talsins og óafgreidd mál á sviði erlends samstarfs og fræðslu 253. Önnur opin mál eru 107,“ segir í umsögn sem Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar hefur sent Alþingi um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár.

Segir þar að ef einungis verði mætt allra brýnustu þörfum Persónuverndar, og að svo stöddu ekki tekið mið af þörf hennar fyrir 10 nýja starfsmenn, þá þyrfti heildaraukning á fjárveitingu nú að vera 67 milljónir króna.

Fram kemur í umsögninni að í fjárlagafrumvarpinu sé tekið fram að tímabundið framlag fyrir starfsemi stofnunarinnar á Húsavík falli niður. Tveir starfsmenn Persónuverndar eru á starfsstöð stofnunarinnar á Húsavík.