Bryndís Snæbjörnsdóttir
Bryndís Snæbjörnsdóttir
Málþingið Vísitasíur: Listir, umboð og inngilding, verður haldið í dag kl. 13-19 í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi.
Málþingið Vísitasíur: Listir, umboð og inngilding, verður haldið í dag kl. 13-19 í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Er það lokahnykkur á verðlaunaverkefni Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Marks Wilsons Ísbirnir á villigötum og sérstakir boðsgestir verða listamennirnir Mark Dion og Terike Haapoja sem einnig skrifa í nýútkomna bók Bryndísar og Marks, Óræð lönd . Þau munu fjalla um verk sín og ræða sameiginlegar og ólíkar nálganir til listsköpunar og umhverfisins og öll fjögur munu þau ræða hugmyndir sínar um getu listarinnar til að hrófla við hlutum af leikgleði, hreyfa við valdakerfum og koma á breytingum á krísutímum. Frekari upplýsingar á finna á listasafnreykjavikur.is.