Keflavíkurflugvöllur Margir leita hælis á Íslandi.
Keflavíkurflugvöllur Margir leita hælis á Íslandi. — Morgunblaðið/Eggert
Það sverfur til stáls í innflytjendamálum og farið er að ræða staðreyndir þótt einhverjir haldi enn í orðhengilshátt og reyni tilfinningatrixin.

Það sverfur til stáls í innflytjendamálum og farið er að ræða staðreyndir þótt einhverjir haldi enn í orðhengilshátt og reyni tilfinningatrixin.

Andstæðingar breytinga hafa kallað þær mannfjandsamlegar, en spyrja má hvort ástandið núna sé ekki þjóðfjandsamlegt og hvort þessu fólki sé alveg sama hvort íslensk þjóð verði til áfram eða hvort skipta eigi um þjóð í landinu!

Þó vita menn nákvæmlega að straumi innflytjenda fylgja risavandamál sem við ráðum hreint ekki við, hvorki í bráð né lengd.

Ef mönnum er sjálfrátt hlýtur tilgangurinn helst að vera að slæma höggi á stjórnina og koma sjálfum sér til valda, þó að það kosti niðurbrot á lífskjörum, heilbrigðismálum og velferð ungra sem aldinna.

Þetta sjónarmið er ósamboðið velmeinandi stjórnmálamönnum, þótt í stjórnarandstöðu séu, en er auðvitað trúandi á stjórnleysingja, sem hér hafa náð meiri áhrifum en annars staðar í álfunni.

Nú er komið að úrslitastund, látum ekki mannasmyglara hafa síðasta orðið!

Sunnlendingur.