Dúó Klarinettuleikararnir Ármann Helgason og Helga Björg Arnardóttir.
Dúó Klarinettuleikararnir Ármann Helgason og Helga Björg Arnardóttir.
Tónlistarhátíðinni WindWorks lýkur með tónleikum kl. 14 í dag í Sjóminjasafninu. Þar leika klarinettuleikararnir Ármann Helgason og Helga Björg Arnardóttir tónsmíðar Elínar Gunnlaugsdóttur og Francis Poulencs, ásamt öðrum verkum.

Tónlistarhátíðinni WindWorks lýkur með tónleikum kl. 14 í dag í Sjóminjasafninu. Þar leika klarinettuleikararnir Ármann Helgason og Helga Björg Arnardóttir tónsmíðar Elínar Gunnlaugsdóttur og Francis Poulencs, ásamt öðrum verkum.

WindWorks er fyrsta hátíð sinnar tegundar á Íslandi því á henni eru blásturshljóðfæri í forgrunni og áhersla lögð á að tónleikar fari alltaf fram á söfnum og þá oft söfnum þar sem ekki er endilega ríkjandi hefð fyrir tónleikahaldi, að því er fram kemur í tilkynningu. Fyrsta WindWorks-hátíðin var haldin í Reykjavík í fyrra.

Tónleikarnir eru styrktir af borgarsjóði og miðborgarsjóði Reykjavíkurborgar og enginn aðgangseyrir en greiða þarf aðgangseyri inn á safnið.