Tíu nýliðar eru í hópi karlalandsliðsins í knattspyrnu sem Arnar Þór Viðarsson valdi fyrir vináttulandsleik gegn Sádi-Arabíu sem fram fer í Riyadh 6. nóvember. Þá hafa aðeins fimm leikmenn í 23 manna hópi spilað meira en tvo A-landsleiki.

Tíu nýliðar eru í hópi karlalandsliðsins í knattspyrnu sem Arnar Þór Viðarsson valdi fyrir vináttulandsleik gegn Sádi-Arabíu sem fram fer í Riyadh 6. nóvember. Þá hafa aðeins fimm leikmenn í 23 manna hópi spilað meira en tvo A-landsleiki.

Þeir mæta liði Sádi-Arabíu sem er á leið á heimsmeistaramótið í Katar en það hefst tveimur vikum síðar.

Aron Einar Gunnarsson getur spilað sinn 100. landsleik í Sádi-Arabíu en hann er laus í leikinn þar sem deildin í Katar er komin í frí vegna HM. Aðeins leikmenn úr deildum sem eru í fríi á þessum tíma komast í leikinn þar sem hann er ekki á alþjóðlegum leikdegi.

Guðlaugur Victor Pálsson frá DC United í Bandaríkjunum hefur leikið 31 landsleik, Óttar Magnús Karlsson frá Oakland Roots í Bandaríkjunum hefur leikið níu landsleiki, Höskuldur Gunnlaugsson úr Breiðabliki hefur leikið fimm landsleiki og Frederik Schram markvörður Vals hefur sömuleiðis leikið fimm landsleiki en hann var í íslenska landsliðshópnum á HM í Rússlandi árið 2018.

Hinir leikmennirnir eru eftirtaldir:

Tveir landsleikir: Hákon Rafn Valdimarsson (Elfsborg), Damir Muminovic (Breiðabliki), Viktor Karl Einarsson (Breiðabliki), Viktor Örlygur Andrason (Víkingi).

Einn landsleikur: Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík), Hörður Ingi Gunnarsson (Sogndal), Valdimar Þór Ingimundarson (Sogndal), Jason Daði Svanþórsson (Breiðabliki).

Nýliðar: Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík), Viktor Örn Margeirsson (Breiðabliki), Róbert Orri Þorkelsson (Montréal), Logi Tómasson (Víkingi), Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðabliki), Dagur Dan Þórhallsson (Breiðabliki), Daníel Hafsteinsson (KA), Bjarki Steinn Bjarkason (Venezia), Jónatan Ingi Jónsson (Sogndal), Danijel Dejan Djuric (Víkingi).

Fimm leikmenn eru síðan til taks, allt nýliðar: Ólafur Kristófer Helgason (Fylki), Ívar Örn Árnason (KA), Þorri Mar Þórisson (KA), Ari Sigurpálsson (Víkingi) og Adam Ægir Pálsson (Keflavík). Nokkrir í 23 manna hópnum gætu lent í umspilsleikjum með félagsliðum sínum og þar með misst af landsleiknum.